Um okkur
Um okkur – Saga okkar
Við erum íslenskt fjölskyldufyrirtæki með skýra framtíðarsýn: að gera þrif einfaldari, sjálfbærari og áreiðanlegri.
Með Flekkfritt sameinum við áratuga reynslu af verslun, innkaupum og flutningum – með einfalda hugsjón: þrif eiga að vera skilvirk, auðveld og örugg fyrir bæði fólk og umhverfi. (og smá skemmtileg)
„Við viljum gera þrif einfaldari og skemmtilegri“
Gudmundur Ás – Stjórnarmaður og kaupmaðurinn í fjölskyldunni
Gudmundur er stjórnarformaður í SG Retail AS og kaupmaðurinn í fjölskyldunni. Með yfir 30 ára reynslu í verslun, innflutningi og rekstri verslanakeðja sameinar hann íslenskan dugnað, norska nýtni og danska framkvæmdagleði.
Hann hefur byggt upp keðjur frá hugmyndastigi til landsþekkts árangurs, endurskipulagt fyrirtæki til sjálfbærrar vaxtar og komið á fót heilu virðiskeðjunum frá A–Ö: innkaup, vöruþróun, dreifingu, flutninga, verslunarrekstur og netverslun. Í gegnum tíðina hefur hann einnig flutt inn þúsundir mismunandi vara og milljónir eininga til Norðurlanda.
„Ég trúi á heiðarleika, gæði og góða kaupmannshæfni.“
Sigurbjörg Ás – Framkvæmdastjórinn á Norðurlöndum og hjartað í innkaupum og vöruþróun
Sigurbjörg er stjórnarformaður í SG Retail EHF auk þess að vera framkvæmdastjóri SG Retail AS á Norðurlöndum hefur áratuga reynslu sem innkaupastjóri og í vöruþróun. Hún hefur fundið, þróað og samið um vörur sem sameina gæði, notagildi og ábyrgð.
Hún hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt birgjanet, valið vörur með réttu jafnvægi milli verðs og gæða og skapað hugmyndir sem hafa orðið að heildstæðum verslunarlíkönum. Með sínu einstaka auga fyrir gæðum og notagildi í daglegu lífi setur hún staðalinn fyrir allar vörur sem bera merkið Flekkfritt.
„Ég leita að vörum sem fólk raunverulega þarf – og sem endast.“
Guðrún Hafthors – Framkvæmdastjórinn á Íslandi og gleði og glimmersprengja hópsins.
Guðrún er drifkrafturinn á bak við Flekkfritt á Íslandi. Sem framkvæmdastjóri sameinar hún skipulag, nálægð við markaðinn og sanna ástríðu fyrir fólki. Hún þekkir bæði viðskiptavini og markaðinn – og tryggir að allt virki frá fyrstu pöntun til afhentingar á vöru.
Með bakgrunn í verslun markaðssetningu, stjórnun og rekstri hefur Guðrún byggt upp traustan grunn fyrir Flekkfritt á Íslandi. Hún er þekkt fyrir jákvæðni, heiðarleika ,hæfni sína til að byggja upp góð tengsl, skapa traust og leysa áskoranir hratt og lipurlega.
„Ég trúi á að skapa öryggi og traust – bæði fyrir viðskiptavini og umhverfið.“
Hafþór – Lausnamiðaði "allt í öllu" maðurinn
Hafþór er ómetanlegur styrkur í Flekkfritt. Hann er sannkallaður „allt í öllu“ maður sem sér um allt sem þarf til að halda fyrirtækinu gangandi: verkleg verkefni, þróun, flutninga, afhendingar og tiltekt.
Með sína verklegu sýn og hæfni til að finna lausnir þar sem aðrir sjá vandamál, stuðlar Hafþór að því að Flekkfritt geti staðið við loforð sitt um einfaldleika og áreiðanleika. Hann stendur fyrir jarðtengingu, dugnað og vinnusemi – gildi sem eru djúpt rótgróin í fjölskyldufyrirtækinu.
„Ég hef gaman af að leysa mál – og finna lausnir sem virka í raun.“
Sjálfbærni í kjarna – Frá hugmynd til veruleika
Flekkfritt er þróað af SG Retail AS, fyrirtækinu sem fjölskyldan okkar rekur. SG Retail stendur fyrir þróun, hönnun og nýsköpun, og allt sem við gerum byggir á þremur gildum: nýsköpun, einföldun og sjálfbærni.
Hvað gerir vörurnar okkar öðruvísi?
-
Minnkun á plasti þar sem hægt er – plast aðeins notað þegar það er nauðsynlegt fyrir gæði og öryggi
-
Húðlæknisprófað, vegan og cruelty-free
-
Lægra CO₂-fótspor og snjallari auðlindanotkun
Meira en bara Flekkfritt
Flekkfritt er vörulína – þróuð af kaupmannafjölskyldunni okkar í gegnum SG Retail AS.
Fyrirtækið stendur á bak við þróun, hönnun og nýsköpun margra vörumerkja.
Með Flekkfritt, Heydry og nýjar vörur á leiðinni, byggir SG Retail upp heim snjallra, sjálfbærra og notendavænna lausna fyrir heimilið.
Gildi okkar – og hvað þau þýða fyrir þig
-
Gæði – allt prófað heima hjá okkur
-
Gagnsæi – þú veist alltaf hvað þú færð
-
Reynsla – 30+ ár í alþjóðlegri verslun
-
Nýsköpun – við þróum lausnir fyrir morgundaginn
-
Ábyrgð – vörur valdar með tilliti til bæði fólks og umhverfis
Framtíðarsýn okkar
Við dreymum um að gera Flekkfritt að áreiðanlegasta nafni Skandinavíu í þrifum.
Stað þar sem þú finnur allt sem þú þarft – með vörum sem eru heiðarlegar, vel ígrundar og þróaðar til að einfalda daglegt líf þitt.
ein fjölskylda. eitt fyrirtæki. eitt markmið.
Að gera daglegt líf þitt flekklaust og einfalt.